1996-05-21 00:14:41# 120. lþ. 142.12 fundur 295. mál: #A vegáætlun 1995--1998# (endurskoðun fyrir 1996) þál. 12/1996, ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 142. fundur

[24:14]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég vil benda á að það kom mjög skýrt fram í máli mínu að ég tel niðurskurðinn ekkert síður koma illa úti á landsbyggðinni en í Reykjavík. Ég bendi bara sérstaklega á framkvæmd sem skorin er harkalega niður þar sem Ártúnsbrekkan, sú fjölfarna leið hér í borginni, á í hlut. Þar er niðurskurðurinn 36% miðað við 18% niðurskurð annars staðar. Þeim staðreyndum verður ekki breytt, hv. þm., hvað sem hver tautar og raular hér í þingsölum.