1996-05-21 00:22:19# 120. lþ. 142.12 fundur 295. mál: #A vegáætlun 1995--1998# (endurskoðun fyrir 1996) þál. 12/1996, ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 142. fundur

[24:22]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég vil benda hv. þm. á að nú þegar hefur þó nokkuð af þessum tekjum komið í ríkissjóð þannig að ég held að hann þurfi ekki að hafa áhyggjur af því. Aftur á móti furða ég mig á þessum málflutningi sem er álíka og hjá formanni samgn. hér fyrr í kvöld sem fannst svo óskaplega slæmt að miða framkvæmdir til vegagerðar við tekjur af bensíngjaldi. Ég get ekki séð að það sé neitt verra en að menn þurfi að búa við niðurskurð eins og við þurfum að búa við núna frá hæstv. ríkisstjórn, þar sem 800 millj. er kippt af þeirri áætlun sem menn voru búnir að setja upp fyrir kosningar. Mér finnst næstum því verra að búa við það en það að e.t.v. mundi bensínverð lækka því það mundi þá koma bifreiðaeigendum og þeim sem nota samgöngukerfið til góða.