Stéttarfélög og vinnudeilur

Þriðjudaginn 21. maí 1996, kl. 14:48:50 (6347)

1996-05-21 14:48:50# 120. lþ. 143.8 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, Frsm. meiri hluta SF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 143. fundur

[14:48]

Frsm. meiri hluta félmn. (Siv Friðleifsdóttir) (andsvar):

Herra forseti. Það er rétt að hv. þm. sat ekki þennan fund. En það var nú einu sinni þannig að þetta var sameiginleg beiðni allrar nefndarinnar. Hér hafa stjórnarandstæðingar bæði haldið því fram að meiri hlutinn hafi beðið um þetta álit og svo að minni hlutinn hafi beðið um það. Við báðum sem sagt sameiginlega um álitið. Og það er vert að halda því til haga að það er búið að taka mjög mikið tillit til ábendinga stéttarfélaga og Lagastofnunar í brtt. m.a. varðandi vinnustaðarfélögin, þau eru felld út, þátttökuskilyrði eru lækkuð og það er búið að færa ákvæði um hvernig ríkissáttasemjari á að bera sig að við að færa fram miðlunartillögu í upprunalegt horf. Það er því búið að taka geysilega mikið tillit til sjónarmiða stéttarfélaga.