Stéttarfélög og vinnudeilur

Þriðjudaginn 21. maí 1996, kl. 17:29:07 (6385)

1996-05-21 17:29:07# 120. lþ. 143.8 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, GÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 143. fundur

[17:29]

Guðni Ágústsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég sagði í ræðu minni að ég óttaðist það andrúmsloft sem ríkti við þessar aðstæður. Ég sagði enn fremur að jafnvel stjórnarandstæðingar hér í þinginu og margir úr verkalýðshreyfingunni teldu breytingartillögurnar sem fram væru komnar mjög til bóta fyrir frv. Það er mitt mat að í þessu frv. er ekkert mjög margt sem stendur orðið út af ef til samninga kæmi. Það eru nokkur atriði. Þess vegna var ég þeirrar skoðunar að það ætti að taka sumarið í málið.

En hvað innri íhlutun varðar, vil ég segja að ég hygg að verkalýðshreyfingin hafi verið því sammála að það þyrfti að breyta vinnulöggjöfinni þegar hún settist að borðinu 1994 í viðræður um þetta stóra mál. Auðvitað ber Alþingi að breyta henni. Ég hefði að vísu kosið að enginn hefði farið frá því borði fyrr en því starfi væri lokið.