Stéttarfélög og vinnudeilur

Fimmtudaginn 23. maí 1996, kl. 10:52:31 (6485)

1996-05-23 10:52:31# 120. lþ. 146.1 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, KÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 146. fundur

[10:52]

Kristín Ástgeirsdóttir:

Hæstv. forseti. Þetta frv. er flutt í óþökk allra stéttarfélaganna í landinu. Í upphaflegri mynd braut það í bága við alþjóðasamninga sem við erum aðilar að og höfum staðfest og það gerir það enn. Hér er um óeðlilega og óæskilega íhlutun um innri mál stéttarfélaganna að ræða. Hér er verið að eyðileggja góðar hugmyndir sem hafa verið í þróun á undanförnum árum, svo sem um vinnustaðarsamninga og um viðræðuáætlanir. Ef frv. verður að lögum mun það skapa óróa og átök á vinnumarkaði. Er það æskilegt, hæstv. forseti? Ég svara því neitandi og því segi ég já við tillögunni.