Stéttarfélög og vinnudeilur

Fimmtudaginn 23. maí 1996, kl. 10:53:57 (6486)

1996-05-23 10:53:57# 120. lþ. 146.1 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, félmrh. (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 146. fundur

[10:53]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson):

Herra forseti. Ég vísa því á bug að óeðlilega hafi verið staðið að samningu þessa frv. Meðferð málsins hefur verið eðlileg og reynt hefur verið að taka tillit til efnislega rökstuddra athugasemda. Hér er um að ræða skynsamlega endurbót á lögunum um stéttarfélög og vinnudeilur. Þess vegna segi ég nei við þessari frávísunartillögu.