Meðferð brunasjúklinga

Þriðjudaginn 28. maí 1996, kl. 14:09:02 (6604)

1996-05-28 14:09:02# 120. lþ. 149.3 fundur 521. mál: #A meðferð brunasjúklinga# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., heilbrrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 149. fundur

[14:09]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir):

Virðulegi forseti. Ég tel að það sé samdóma álit manna að þó svo að þessi deild verði opnuð þá verði hún ekki hagstæð eining og verður ekki til framtíðar. Og það er nú einu sinni þannig að til þess að opna þessa deild þarf að gera á henni verulegar breytingar þrátt fyrir að hún sé ekki til framtíðar. Það er nauðsynlegt að það komi fram því að sú aðstaða sem þarna er er engan veginn til fyrirmyndar. Kannski er hún skárri á þeirri deild sem hún er rekin í dag nema að þá koma sýkingar til sögunnar og þess vegna vilja menn flytja deildina annað.

En af því að það kom fram áðan að það væri ekki hægt að draga til ábyrgðar stjórnendur sjúkrahúsanna, þá er það einu sinni þannig að það þarf að forgangsraða og það gera stjórnendur sjúkrahúsanna. Það er erfitt fyrir þá en nauðsynlegt. Fjármunirnir eru takmarkaðir og þetta var þeirra val á þeim tíma þó svo ég viti með vissu að þeim var það ekki ljúft.