Afbrigði um dagskrármál

Þriðjudaginn 28. maí 1996, kl. 16:48:32 (6654)

1996-05-28 16:48:32# 120. lþ. 150.98 fundur 321#B afbrigði um dagskrármál# (afbrigði við dagskrá), SvG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 150. fundur

[16:48]

Svavar Gestsson:

Virðulegi forseti. Ég styð að þessi afbrigði verði veitt en ég vek athygli á því að það er meira og meira um það að stjórnarflokkarnir eru að koma með mál á síðustu dögum og það er stjórnarandstaðan sem er að greiða fyrir því að þessi mál geti komið til meðferðar. Staðan er auk þess þannig að það var gert ráð fyrir að þessu þingi lyki 15. maí sl. Það er ekki séð fyrir endann á því þingi enn þá. Það er greinilegt eins og staðan er, m.a. vegna þess að stjórnarflokkarnir halda til haga sínum stærstu málum, að þessu þingi getur ekki lokið með venjulegu samkomulagi. Hér virðast því mjög sérkennileg þinglok í uppsiglingu, hæstv. forseti. Ég vil vekja athygli á því í tengslum við þessa atkvæðagreiðslu um afbrigði fyrir þessi mál.