Stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar

Miðvikudaginn 29. maí 1996, kl. 11:38:42 (6729)

1996-05-29 11:38:42# 120. lþ. 151.15 fundur 331. mál: #A stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar# frv. 103/1996, 364. mál: #A póstlög# (Póstur og sími hf.) frv. 107/1996, 408. mál: #A fjarskipti# (meðferð einkaréttar ríkisins) frv. 99/1996, ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 151. fundur

[11:38]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég mótmæli aðdróttunum hv. þm. um að þessi tillaga hafi ekki verið lögð fram í fullri einlægni og alvöru. Aftur á móti er það náttúrlega eðlilegt að þetta sé brtt. við fjarskiptalög þegar menn ætla ekki að gera breytinguna fyrr en eftir 1. jan. 1998, sex mánuðum eftir að alger formbreyting hefur orðið á öllum fjarskiptum og allt annað rekstrarumhverfi þannig að þá er það eðlilegt að það sé í fjarskiptalögum. Það er fullkomlega eðlilegt að brtt., sem á að ganga í gildi eftir einn mánuð um eitt gjaldsvæði fyrir símaþjónustu hér á landi, sé gerð við lög um Póst- og símamálastofnun þegar aðeins er eitt fyrirtæki í rekstri. Það hefur ekki verið gefið frjálst enn þá og þess vegna er tillagan gerð við þessi lög hjá okkur þremenningunum og það er fullkomlega eðlilegt. En ef menn vilja bíða þangað til sex mánuðum eftir að formbreytingin hefur átt sér stað er náttúrlega sjálfsagt að breyta fjarskiptalögum. En það er mun óvissara ákvæði og ég hef efasemdir um að hægt verði að láta það taka gildi þá.