Stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar

Miðvikudaginn 29. maí 1996, kl. 11:40:17 (6730)

1996-05-29 11:40:17# 120. lþ. 151.15 fundur 331. mál: #A stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar# frv. 103/1996, 364. mál: #A póstlög# (Póstur og sími hf.) frv. 107/1996, 408. mál: #A fjarskipti# (meðferð einkaréttar ríkisins) frv. 99/1996, ArnbS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 151. fundur

[11:40]

Arnbjörg Sveinsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég bendi á að tillaga hv. þingmanna, sem hv. þm. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir benti á, verður ógild þegar fleiri fyrirtæki geta komist að á þessum markaði og þegar alþjóðafyrirtæki verða komin inn á sviðið hefur þessi tillaga ekki gildi. Það skiptir máli að við séum að búa til umhverfi þar sem allir hafa sama rétt. Þess vegna vísa ég í fyrri rök mín um að þetta ákvæði þarf að vera í fjarskiptalögum og aðlögunartími skiptir mjög miklu máli. Ef nú þegar væri ákveðið að breyta þessu eins og þessi tillaga gerir ráð fyrir eru mjög miklar líkur á því að það þyrfti að setja á gjaldskrárhækkanir fyrir alla. En með þessum aðlögunartíma verður jöfnun þarna á.