Stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar

Miðvikudaginn 29. maí 1996, kl. 11:51:30 (6732)

1996-05-29 11:51:30# 120. lþ. 151.15 fundur 331. mál: #A stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar# frv. 103/1996, 364. mál: #A póstlög# (Póstur og sími hf.) frv. 107/1996, 408. mál: #A fjarskipti# (meðferð einkaréttar ríkisins) frv. 99/1996, ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 151. fundur

[11:51]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Aðeins ein örstutt athugasemd. Hv. þm. Magnús Stefánsson sagði að starfsmenn mundu halda öllum réttindum sínum. Ég vek athygli á því að enn á eftir að ganga frá þessum málum og vil ég aðeins nefna eitt atriði þar sem þeir munu sannarlega ekki halda sínum réttindum. Það er ávinnsluréttur lífeyrisréttar. Sú fullyrðing kom fram í ræðu hv. þm. Einars K. Guðfinnssonar þegar hann talaði fyrir málinu að starfsmenn hins nýja hlutafélags héldu öllum lífeyrisréttindum sínum. Það er ekki rétt hvað þetta snertir og ég vil vekja athygli hv. þm. Magnúsar Stefánssonar á því að enn á eftir að ganga frá réttindamálum starfsmanna og nær hefði verið að semja um þau efni og fastnegla réttindin niður áður en ráðist yrði í að breyta stofnuninni í hlutafélag. En rétt skal vera rétt. Þannig er þessu farið. Það á enn eftir að ganga frá þessum málum.