Stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar

Miðvikudaginn 29. maí 1996, kl. 14:42:00 (6745)

1996-05-29 14:42:00# 120. lþ. 151.15 fundur 331. mál: #A stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar# frv. 103/1996, 364. mál: #A póstlög# (Póstur og sími hf.) frv. 107/1996, 408. mál: #A fjarskipti# (meðferð einkaréttar ríkisins) frv. 99/1996, Forseti RA
[prenta uppsett í dálka] 151. fundur

[14:42]

Forseti (Ragnar Arnalds):

Forseti hefur leitað upplýsinga um hvar hæstv. ráðherra er niðurkominn. Hann er ekki í húsinu enn en hann kann að vera á næstu grösum og ég vildi fyrst afla upplýsinga um það áður en lengra er haldið. En auðvitað gæti hv. þm. gert hlé á ræðu sinni í bili ef hann óskar þess.

Hv. 17. þm. Reykv., Ögmundur Jónasson, gerir hlé á ræðu sinni þar sem hæstv. samgrh. er enn ekki kominn í hús. Þar sem ekki er von á ráðherranum enn um sinn þá sé ég ekki annað en við hljótum að láta við svo búið standa að hv. 17. þm. Reykv. bíði með framhald ræðu sinnar þar til ráðherrann er kominn.