Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Miðvikudaginn 29. maí 1996, kl. 16:43:06 (6779)

1996-05-29 16:43:06# 120. lþ. 151.1 fundur 372. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (heildarlög) frv. 70/1996, VE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 151. fundur

[16:43]

Vilhjálmur Egilsson:

Hæstv. forseti. Ég er sannfærður um það að þær umbætur sem verið er að gera með því að samþykkja þetta frv. eru til mikilla framfara í ríkisrekstrinum. Þegar upp er staðið munu þær koma sér vel fyrir opinbera starfsmenn. Þær munu þegar upp er staðið líka koma sér vel verðandi samskipti hins opinbera á vinnumarkaðnum við aðra aðila, bæði starfsfólk almennra fyrirtækja og atvinnulífið almennt. Með frv. er verið að jafna réttarstöðu þeirra sem vinna hjá hinu opinbera óháð því í hvaða stéttarfélögum þeir eru. Með frv. er líka verið að afnema æviráðninguna. Það er verið að taka út óeðlilegt fyrirkomulag varðandi biðlaunaréttinn. Það er verið að gefa opinberum starfsmönnum möguleika á viðbótarlaunum. Ég tel því að mjög margt í frv. horfi til framfara og segi því já.