Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Miðvikudaginn 29. maí 1996, kl. 16:50:03 (6784)

1996-05-29 16:50:03# 120. lþ. 151.1 fundur 372. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (heildarlög) frv. 70/1996, RG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 151. fundur

[16:50]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Virðulegi forseti. Með þessari lagasetningu er verið að brjóta blað í samskiptum ríkisvaldsins og samtaka opinberra starfsmanna. Ríkisstjórnin hefur valið að nýta hið mikla meirihlutavald á Alþingi til að setja lög um réttindi opinberra starfsmanna einhliða og án samráðs í andstöðu við alþjóðasamþykktir. Með vinnubrögðum við þetta frv. eins og við frv. um sáttastörf og vinnudeilur fer ríkisstjórnin fram með valdboði gagnvart launþegum sem er óásættanlegt. Gervöll verkalýðshreyfingin leggst gegn slíkum vinnubrögðum. Við í Alþfl. höfnum þessum vinnubrögðum. Við í Alþfl. höfnum þessu frv. og ég segi nei.