Framhaldsskólar

Miðvikudaginn 29. maí 1996, kl. 17:02:01 (6788)

1996-05-29 17:02:01# 120. lþ. 151.5 fundur 94. mál: #A framhaldsskólar# (heildarlög) frv. 80/1996, SvG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 151. fundur

[17:02]

Svavar Gestsson:

Virðulegi forseti. Hér er gerð fjórða og síðasta tilraunin til þess að leyfa kennurum að koma nálægt stjórn skólanna um það að þeir fái að tilnefna fulltrúa í starfsgreinaráð, þ.e. viðkomandi starfsgreinar kennara. Kennarar í trésmíðum fái t.d. að tilnefna fulltrúa í starfsgreinaráð. Þetta er tilraun sem hér er gerð að lokum, hæstv. forseti, eftir að öllum hinum hefur verið hafnað. Það er ekki einleikið hvað meiri hlutinn virðist leggja kennarastéttina í einelti í þessari atkvæðagreiðslu undir forustu skólameistarans mér á hægri hönd. Ég styð að sjálfsögðu tillöguna.