Stéttarfélög og vinnudeilur

Fimmtudaginn 30. maí 1996, kl. 12:26:16 (6828)

1996-05-30 12:26:16# 120. lþ. 154.1 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 154. fundur

[12:26]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Það er verkefni löggjafans að setja leikreglur, jafnt um samskipti á vinnumarkaði sem og um umferð á vegum. Það þarf ekki að koma neinum á óvart. Svo geta menn deilt um það hvað stendur í þeim lögum. Auðvitað má deila um það. En hinn almenni rammi samskiptanna verður hvergi settur nema á Alþingi.