Tekjuskattur og eignarskattur

Föstudaginn 31. maí 1996, kl. 16:24:33 (6929)

1996-05-31 16:24:33# 120. lþ. 157.2 fundur 421. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (fjármagnstekjur) frv. 97/1996, RG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 157. fundur

[16:24]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Virðulegi forseti. Með þessu ákvæði er verið að rýmka heimildir til að miða skattfrjálsa útgreiðslu arðs við nafnverð hlutabréfa að viðbættum ónýttum heimildum til útgáfu jöfnunarhlutabréfa. Hér er verið að rýmka möguleika til að eigendur geti fengið útborgaðan skattfrjálsan arð því mikið er um ónýttar heimildir til útgáfu jöfnunarhlutabréfa hjá íslenskum fyrirtækjum. Núverandi fyrirkomulag er fyllilega nægilegt. Það bindur heimildina til skattfrjálsrar útborgunar arðs við nafnverð hlutabréfanna. Þessi uppfærsluheimild mun auka skattfrjálsar tekjur eigenda hlutafjár um hundruð millj. kr. Það er enn ein aðferðin til að festa í sessi nýja skattkerfið þar sem þjóðinni er kirfilega skipt í tvo andstæða hópa, þá sem borga 42--47% tekjuskatt og hina sem borga aðeins 10% tekjuskatt. Þingflokkur Alþfl. leggst gegn þessu ákvæði, virðulegur forseti.