Samningar við Færeyjar um fiskveiðimál

Mánudaginn 03. júní 1996, kl. 20:59:24 (7072)

1996-06-03 20:59:24# 120. lþ. 158.21 fundur 470. mál: #A samningar við Færeyjar um fiskveiðimál# þál. 14/1996, Frsm. GHH (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 158. fundur

[20:59]

Frsm. utanrmn. (Geir H. Haarde):

Herra forseti. Hér kemur til síðari umræðu till. til þál. um að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd annars vegar samning milli Íslands og Færeyja um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum á yfirstandandi ári og hins vegar samning milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu á þessu ári, en frá hvoru tveggja var gengið með orðsendingaskiptum í Reykjavík og Þórshöfn hinn 2. febrúar sl.

Utanrmn. hefur fjallað um þetta mál sérstaklega og haft reyndar þessi mál öll til umfjöllunar í vetur, nú síðast í tengslum við það dagskrármál sem næst er hér á dagskrá, þ.e. samninginn milli fjögurra ríkja um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum. En að því er varðar þetta dagskrármál, þáltill. um staðfestingu tveggja samninga við Færeyjar um fiskveiðimál er nefndin einróma og leggur til að sú heimild sem óskað er eftir að ríkisstjórnin fái með þessari þáltill. verði veitt og þáltill. þar með samþykkt.