Stjórn fiskveiða

Þriðjudaginn 04. júní 1996, kl. 16:09:36 (7217)

1996-06-04 16:09:36# 120. lþ. 160.1 fundur 437. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðar krókabáta) frv. 105/1996, KPál (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 160. fundur

[16:09]

Kristján Pálsson:

Herra forseti. Það ákvæði sem hér er verið að greiða atkvæði um er um svonefndan línutvöföldunarpott. Þessi pottur hefur verið helsti hvati þess að menn hafa aukið línuveiðar sínar á undanförnum árum og hefur við þetta aukist mjög atvinna, einmitt á þeim tímum þegar hefur þurft. Línuveiðar eru einnig vistvænasta veiðiaðferð sem við stundum og þar eru gæði aflans þau bestu sem þekkjast.

Með þessari breytingu tel ég að verið sé að ganga af línuveiðum dauðum að mestu leyti og við það get ég ekki sætt mig og mun því ekki greiða atkvæði.