Heilbrigðisþjónusta

Þriðjudaginn 04. júní 1996, kl. 17:06:23 (7229)

1996-06-04 17:06:23# 120. lþ. 160.13 fundur 524. mál: #A heilbrigðisþjónusta# (svæðisráð sjúkrahúsa) frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 160. fundur

[17:06]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ef hv. þm. þykir frv. svona lítið og létt ætti að vera auðvelt að koma því í gegn. En málið er að þetta frv. þó lítið sé er lykillinn að auknu samstarfi þessara sjúkrahúsa og þó að ekki sé hver einasti maður sammála frv. kemur það þó fram í þessu nefndaráliti að mikill meiri hluti er með því. Við komumst aldrei svo langt að hver einasti maður hrópi húrra fyrir því sem við erum að gera. Hérna er stefnumótandi mál á ferðinni þar sem kemur greinilega fram að við getum sparað verulega fjármuni á. Ég veit af þessu bréfi sem kemur frá Keflavík eða Sjúkrahúsi Suðurnesja, en það var samt sem áður fulltrúi þeirra sem var í þessu nefndarstarfi með okkur og hann skrifaði undir skýrsluna. Ef það er svo að Sjúkrahús Suðurnesja er hið eina sjúkrahús af þessum fjórum, sem eru ekki tilbúin að vera með í þessu, getum við skoðað það í nefnd hvort það eigi nokkuð að vera með.