Afgreiðsla mála fyrir þinghlé og framgangur þingmannamála

Miðvikudaginn 05. júní 1996, kl. 10:28:46 (7282)

1996-06-05 10:28:46# 120. lþ. 161.93 fundur 345#B afgreiðsla mála fyrir þinghlé og framgangur þingmannamála# (aths. um störf þingsins), Forseti RA
[prenta uppsett í dálka] 161. fundur

[10:28]

Forseti (Ragnar Arnalds):

Að gefnu tilefni vill forseti láta þess getið að það er vissulega ekkert launungarmál að ætlunin er að reyna að ljúka þingstörfum í dag. Það er stefnt að þinglokum í dag. Hins vegar hefur það komið fram í þessari umræðu að ekki er fullt samkomulag um afgreiðslu mála og þar af leiðandi hlýtur það að ráðast síðar hvort tekst að ljúka þingstörfum í dag. Það er ekki ljóst, en að því er stefnt.

Varðandi fyrirspurn hv. 13. þm. Reykv. um frv. það sem þingmaðurinn hefur flutt um breytingu á stjórnarskipunarlögum, þá vil ég láta þess getið að það frv. var á dagskrá í gær en ekki náðist að hefja umræður um frv. þá. Það var síðan ákvörðun forseta að frv. yrði ekki á dagskrá þessa 1. fundar í dag. Það kunna hins vegar að verða fleiri fundir í dag og ég get ekkert um það fullyrt hvað síðar verður.