Fjárlög 1996

Föstudaginn 06. október 1995, kl. 15:57:26 (96)

1995-10-06 15:57:26# 120. lþ. 4.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 1996# frv., StB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka]

Sturla Böðvarsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hafði ekki hugsað mér að það væru einhverjr sérstakar undirtektir við gagnrýni hv. þm. Gísla S. Einarssonar, sem ég setti fram, heldur voru það almennar hugleiðingar um vilja minn til vinnubragða. Ég hafði satt að segja ekki heyrt þessa gagnrýni hv. þm. Ég þurfti að víkja mér frá úr fundarsalnum þegar hann talaði og það sem hann kann að hafa sagt um þau mál hefur þess vegna farið fram hjá mér. Þannig var ég ekki að taka undir þá gagnrýni sem hann kann að hafa sett hér fram.