Útvarpslög

Mánudaginn 09. október 1995, kl. 16:50:33 (138)

1995-10-09 16:50:33# 120. lþ. 5.3 fundur 3. mál: #A útvarpslög# (Menningarsjóður útvarpsstöðva) frv., menntmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Það var ekkert vantraust á dagskrárgerðarmenn í Ríkisútvarpinu sem kom fram í mínu máli. Það sem kom hins vegar fram í mínu máli var að ég taldi að menn þyrftu að hugsa sig tvisvar um það, áður en þeir stigju skrefið eins og hv. flm. gera ráð fyrir, hvort athugandi væri að af hálfu hins opinbera væri til sjóður sem styddi innlenda dagskrárgerð. Að leggja þetta út eins og hv. ræðumaður gerði er að sjálfsögðu hreinn útúrsnúningur og ekki til þess fallið að þetta mál fái hér málefnalega afgreiðslu.