Tilraunasveitarfélög

Miðvikudaginn 11. október 1995, kl. 14:28:49 (204)

1995-10-11 14:28:49# 120. lþ. 8.7 fundur 39. mál: #A tilraunasveitarfélög# fsp. (til munnl.) frá félmrh., MF
[prenta uppsett í dálka]

Margrét Frímannsdóttir:

Virðulegi forseti. Ég vil þakka fyrirspyrjanda fyrir þær spurningar sem hér voru fram bornar. Mig langar til þess að spyrja hæstv. ráðherra hvort í þeim 10% sem talin er vera aukning á framlögum til málefna fatlaðra sé ekki um að ræða tilfærslur frá heilbr.- og trmrn. upp á 65,5 millj. sem áður komu til vegna 37 einstaklinga á Kópavogshæli. Hér er um tilfærslu að ræða en ekki beina hækkun.