Gilsfjarðarbrú

Mánudaginn 16. október 1995, kl. 15:27:00 (294)

1995-10-16 15:27:00# 120. lþ. 10.1 fundur 38#B Gilsfjarðarbrú# (óundirbúin fsp.), GE
[prenta uppsett í dálka]

Gísli S. Einarsson:

Herra forseti. Ég spyr hæstv. samgrh. um brú yfir Gilsfjörð. Samkvæmt vegáætlun var gert ráð fyrir að þetta verk væri hafið og útboðsgögn áttu að vera tilbúin um mánaðamótin maí/júní 1995. Fyrirheit um að útboð færi fram sl. sumar hafa verið svikin. Allir þingmenn Vesturlands og Vestfjarða á kjörtímabilinu 1991--1995 lýstu yfir stuðningi eða gáfu fyrirheit um þessa framkvæmd. Það var, eins og ég sagði áðan, ákveðið að hefja framkvæmdina sl. sumar og í síðasta lagi í haust. Spurning mín til hæstv. samgrh. er þessi: Hvenær ætlar hæstv. ráðherra að láta útboð fara fram? Hvenær á að byggja Gilsfjarðarbrú?