Lyfjalög

Mánudaginn 30. október 1995, kl. 16:24:47 (511)

1995-10-30 16:24:47# 120. lþ. 19.1 fundur 21. mál: #A lyfjalög# (gildistaka ákvæða um stofnun lyfjabúða o.fl.) frv., SF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 19. fundur


[16:24]

Siv Friðleifsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Hér erum við einungis að tala um frestun á tveimur köflum um lyfjaverð og stofnun lyfjabúða. Það stendur í álitinu að það eigi ekki að gera breytingar á þeirri meginstefnu sem mörkuð er í frv. og við erum sammála um það. Hins vegar er ekki rétt að engar breytingar verði gerðar. Það má vel vera að það verði gerðar einhverjar breytingar. Ég get nefnt sem dæmi að það hefur borið á góma í nefndinni að e.t.v. væri rétt að saman fari fjárhagsleg og fagleg ábyrgð hjá þeim sem hafa lyfjaleyfi. Það væri hægt að koma inn á ýmis atriði í þessum lögum sem væru til bóta. En það kemur mér verulega á óvart að hv. þm. Guðmundur Árni Stefánsson skuli lýsa því yfir að hann muni ekki samþykkja þessar breytingar og Alþfl. sé klofinn í málinu. Ég taldi að það væri samkomulag um að standa saman að þessum breytingum og stytta frestinn en núna kýs einn þingmaður að kljúfa sig út úr því samkomulagi.