Framhaldsskólar

Fimmtudaginn 02. nóvember 1995, kl. 12:50:40 (636)

1995-11-02 12:50:40# 120. lþ. 25.2 fundur 94. mál: #A framhaldsskólar# (heildarlög) frv., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 25. fundur


[12:50]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Gáfur er það sem fólki er gefið. Það felst í orðinu og mönnum er gefið mismunandi mikið. Ég held að það sé mjög mikilvægt að það fólk sem ætlar sér í ákveðið nám, ég nefni stærðfræðina sem dæmi, hafi ákveðna hæfileika á því sviði til þess að stunda nám í stað þess að vera að pína það og leiða í villigötur og láta það falla og brjóta það niður. Ég er alveg sammála hv. þm. í því að það sé réttur fólks að þroska hæfileika sína en það er líka rangt að brjóta niður hæfileika með því að láta það fara í nám sem það ræður ekki við.