Framtíð starfsmenntunar

Mánudaginn 06. nóvember 1995, kl. 15:17:01 (707)

1995-11-06 15:17:01# 120. lþ. 27.1 fundur 63#B framtíð starfsmenntunar# (óundirbúin fsp.), KÁ
[prenta uppsett í dálka] 27. fundur


[15:17]

Kristín Ástgeirsdóttir:

Hæstv. forseti. Á fundi félmn. í morgun kom fram hjá fulltrúa Alþýðusambands Íslands að heyrst hefði að draga ætti úr og jafnvel hætta þeirri starfsmenntun sem nú er veitt í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, þ.e. þegar Borgarholtsskólinn nýi tekur til starfa.

Í umræðum sem áttu sér stað fyrir nokkrum dögum um framhaldsskólafrv. kom fram að þingmenn og reyndar skólamenn eru þeirrar skoðunar að mjög mikil þörf sé á því að auka starfsmenntun í landinu. Því vil ég spyrja hæstv. menntmrh.: Er eitthvað hæft í þeirri fullyrðingu að það eigi að draga úr starfsmenntun í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti?