Framtíð starfsmenntunar

Mánudaginn 06. nóvember 1995, kl. 15:19:18 (709)

1995-11-06 15:19:18# 120. lþ. 27.1 fundur 63#B framtíð starfsmenntunar# (óundirbúin fsp.), KÁ
[prenta uppsett í dálka] 27. fundur


[15:19]

Kristín Ástgeirsdóttir:

Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. menntmrh. fyrir þessi svör. Ég þóttist vita að það hlyti eitthvað að hafa farið á milli mála í þessum upplýsingum og ég fagna því ef það er ekki ætlunin að skera niður starfsnám. Eins og ég nefndi hér áður þarf einmitt að auka það. Hins vegar er það að sjálfsögðu rétt stefna að það sé einhver verkaskipting á milli skólanna.

Ég fletti upp í þessu plaggi sem lagt var fram sl. fimmtudag og hér kemur einmitt fram að Fjölbrautaskólanum í Breiðholti sé m.a. ætlað að sérhæfa sig á sviði lista, einkum myndlistar. Þetta mál mun væntanlega skýrast þegar við höldum áfram vinnu við framhaldsskólafrv. en ég ítreka að það er mjög mikil þörf á því að auka starfsmenntun í landinu.