Áfengislög

Föstudaginn 17. nóvember 1995, kl. 16:56:14 (1055)

1995-11-17 16:56:14# 120. lþ. 34.12 fundur 144. mál: #A áfengislög# (aldursmörk) frv., KHG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur


[16:56]

Kristinn H. Gunnarsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég mun taka til máls í umræðunni á eftir þannig að ég ætla ekki spyrja mjög víðtækt um málið. Mig langar að bera fram tvær fyrirspurnir til hv. flm. málsins.

Í ljósi þeirrar staðreyndar að frv. gerir ráð fyrir að fjölga þeim sem mega neyta áfengis löglega telur flm. að neysla áfengis hjá aldurshópnum 18--20 ára muni aukast við breytinguna, muni minnka eða verða óbreytt?

Seinni spurningin er lögð fram vegna þeirrar staðreyndar að allflest ríki Bandaríkjanna, sem ákváðu að lækka aldurinn niður í 18 ár, hafa horfið frá því og hækkað hann aftur upp í 21 ár. Ég spyr þingmanninn að því hvort hann telji að þetta hafi verið röng ákvörðun hjá viðkomandi ríkjum í Bandaríkjunum. Ef hann er ekki sammála þessari ákvörðun ríkjanna 29, minnir mig að þau hafi verið, að hækka aldurinn hvers vegna er hann ósammála þeim sem gerðu það? Er það vegna þess að hann telur að hækkun áfengiskaupaaldursins hafi orðið til þess að auka drykkju, minnka hana eða hafa hana óbreytta?