Rannsókn kjörbréfs

Miðvikudaginn 22. nóvember 1995, kl. 13:34:03 (1173)

1995-11-22 13:34:03# 120. lþ. 39.1 fundur 56#B rannsókn kjörbréfs#, SP
[prenta uppsett í dálka] 39. fundur


[13:34]

Formaður kjörbréfanefndar (Sólveig Pétursdóttir):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur fjallað um kjörbréf 2. varaþingmanns Framsfl. í Vestfjarðakjördæmi, Önnu Jensdóttur kennara, sem landskjörstjórn gaf út 20. nóv. sl., en 1. varaþingmaður flokksins í kjördæminu, Ólafur Þ. Þórðarson, fyrrv. alþingismaður, getur ekki tekið sæti á Alþingi að þessu sinni af heilsufarsástæðum.

Nefndin hefur kynnt sér kjörbréfið og ekki fundið neitt athugavert og leggur til að það verði samþykkt.