Skýrsla umboðsmanns Alþingis 1994

Fimmtudaginn 23. nóvember 1995, kl. 12:03:55 (1244)

1995-11-23 12:03:55# 120. lþ. 40.4 fundur 97#B skýrsla umboðsmanns Alþingis 1994# (munnl. skýrsla), GGuðbj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 40. fundur


[12:03]

Guðný Guðbjörnsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég tek skýrt fram vegna fyrri ummæla minna um stjórnsýslulögin að það er alveg skýrt að veruleg aukning varð á málum sem vísað var til umboðsmanns árið 1994 og ástæðan fyrir því að ég nefndi stjórnsýslulögin var ekki sú að ég teldi að þau hefðu verið slæm lög. Ég er alls ekki þeirrar skoðunar, heldur að hugsanlega hafi hugmyndir manna skýrst og breyst um réttarstöðu sína. Það kom fram hjá umboðsmanni að hann teldi ef einhverjar breytingar ættu sér stað á lögum valdi það í sjálfu sér fjölgun mála. Það var fyrst og fremst það sem ég meinti en ekki að stjórnsýslulögin væru ekki góð lög.