Viðaukasamningur um álbræðslu við Straumsvík

Fimmtudaginn 23. nóvember 1995, kl. 15:38:16 (1256)

1995-11-23 15:38:16# 120. lþ. 40.7 fundur 171. mál: #A viðaukasamningur um álbræðslu við Straumsvík# frv., Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 40. fundur


[15:38]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Forseti hefur að gefnu tilefni nokkrum sinnum á þessu þingi og hinu síðasta bent hv. þm. á ákvæði 54. gr. þingskapa. Nú verður forseti að gera það einu sinni til að gefnum mörgum tilefnum í ræðu hv. síðasta ræðumanns.

En ákvæðið er svohljóðandi:

,,Ræðumaður skal jafnan víkja ræðu sinni til forseta eða fundarins en eigi ávarpa nokkurn einstakan þingmann.``

Þess vegna gengur ekki að segja: Ég vil fá það upplýst, hæstv. iðnrh., eða ég ítreka spurningu mína, hæstv. iðnrh. Forseti mun halda áfram að minna á þetta ákvæði þar til hv. þm. hafa lært þessar einföldu reglur.