Viðaukasamningur um álbræðslu við Straumsvík

Fimmtudaginn 23. nóvember 1995, kl. 18:48:58 (1272)

1995-11-23 18:48:58# 120. lþ. 40.7 fundur 171. mál: #A viðaukasamningur um álbræðslu við Straumsvík# frv., iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 40. fundur


[18:48]

Iðnaðarráðherra (Finnur Ingólfsson) (andsvar):

Herra forseti. Það er dálítið vandlifað þar sem endalaust er spurt hvort ekki sé hægt að fá frekari upplýsingar um það sem er í orkusamningnum. Þegar ég reyni að gera eins glögga grein fyrir því og nokkur kostur er en ganga þó ekki svo langt að brjóta þann trúnað sem stjórn fyrirtækisins hefur óskað eftir að yrði á þessum orkusamningi þá koma menn í ræðustól og kvarta yfir því að þessar upplýsingar skuli hafa komið fram og væru kannski til þess að setja málið í enn erfiðari stöðu. Ég vil spyrja hv. þm.: Telur hv. þm. það eðlilegt að þegar stjórn fyrirtækisins óskar einróma eftir því að það verði farið með þennan orkusamning sem viðskiptaleyndarmál að iðnrh. standi þá í ræðustól á Alþingi og brjóti þann trúnað?