Verslunarrekstur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Mánudaginn 27. nóvember 1995, kl. 15:21:17 (1287)

1995-11-27 15:21:17# 120. lþ. 41.5 fundur 166. mál: #A verslunarrekstur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar# þál., Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur


[15:21]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Forseti vill vegna þessar orða hv. 8. þm. Reykn. upplýsa að hann gerði ráðherrum viðvart um að nærveru þeirra væri óskað. Forseti ætlar að bæta því við að auðséð er að þeir hafa ekki orðið við þeim tilmælum. Nú er tvennt til, það er að forseti fresti umræðunni ef óskað er eftir því, eða að hv. þm. sætti sig við að fá þá væntanlega svör við spurningum sínum þegar málið kemur til síðari umræðu, ef til hennar kemur. Sættir hv. þm. sig við það? (ÓRG: Að fá svörin þá?) Já, það eru ekki fleiri á mælendaskrá. (ÓRG: Ef forseti ábyrgist að svörin komi þá.) Hann getur ekki ábyrgst það, jafnvel ekki þótt hann fresti umræðu. En ef sérstakar óskir koma ekki fram um frestun á umræðu, þá lýsir forseti því yfir að þessari umræðu er lokið.