Verslunarrekstur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Mánudaginn 27. nóvember 1995, kl. 15:51:54 (1296)

1995-11-27 15:51:54# 120. lþ. 41.5 fundur 166. mál: #A verslunarrekstur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar# þál., ÓRG (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur


[15:51]

Ólafur Ragnar Grímsson (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Eins og hér hefur komið fram teljum við ýmsir að það sé eðlilegt að þessari tillögu sé vísað til utanrmn. Flugstöðin heyrir undir utanrrn. og samkvæmt verkaskiptingu í þinginu er því að jafnaði fylgt. Og til að auðvelda það mál er ég alveg reiðubúinn að flytja tillögu, forseti, um að vísa málinu til utanrmn.

(Forseti (ÓE): Forseti hefur heyrt þessa tillögu. Það liggja fyrir tvær tillögur og við tökum afstöðu til þeirra þegar málið kemur til atkvæðagreiðslu.)