Jöfnun atkvæðisréttar

Mánudaginn 27. nóvember 1995, kl. 17:50:54 (1314)

1995-11-27 17:50:54# 120. lþ. 41.9 fundur 188. mál: #A jöfnun atkvæðisréttar# þál., SvG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur


[17:50]

Svavar Gestsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég verð að segja að ég fagna því að formaður Alþfl. skuli hafa trú á þjóðinni því hann hefur alltaf fellt tillögur um þjóðaratkvæðagreiðslur sem hafa verið lagðar fyrir þessa stofnun. Það er auðvitað sérstakt fagnaðarefni að hann skuli vilja endurskoða hug sinn í þeim efnum. Út af fyrir sig útiloka ég það ekki að menn skoði þessa stjórnlagaþingsleið en ég held að hún sé óþarflega brotamikil. Ég held að hægt sé að ná samstöðu í þessari stofnun um breytingar á kosningalögum og stjórnarskránni í þá átt að ganga lengra í jöfnunarátt í þá er að taka upp persónukjör og þannig að gera kosningalögin gagnsærri en þau eru. Ég tel að það sé a.m.k. ástæða til að reyna og engum tíma sé spillt þó það sé kannað t.d. þegar á þessum vetri.