Jöfnun atkvæðisréttar

Mánudaginn 27. nóvember 1995, kl. 19:06:00 (1338)

1995-11-27 19:06:00# 120. lþ. 41.9 fundur 188. mál: #A jöfnun atkvæðisréttar# þál., Flm. VK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur


[19:06]

Flm. (Viktor B. Kjartansson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Aðeins út af þessu. Ég held að það sé misskilningur að ætla sem svo að með þessari skipan mála sé eðlilegt að auka vægi minni kjördæma vegna þess að það er hlutverk Alþingis að setja lög. Það er grundvallarhlutverk Alþingis að setja lög fyrir þjóðina en ekki að standa í því að eyða tíma sínum og kröftum í einhver dægurmál í einstaka kjördæmum sem allt of mikill tími hefur farið í. Ekki síst vegna þess að atkvæðavægið hefur verið óeðlilegt og menn hafa ekki eytt kröftum sínum í það grundvallarhlutverk sem þeim er sett, þ.e. að setja lög. Þess vegna held ég að það muni ekki leiðrétta neitt hjá minni kjördæmum að flytja meiri þunga á smærri kjördæmin þannig að meiri þungi geti farið í það að berjast fyrir smærri svæðum á kostnað heildarinnar.