Schengen-samkomulagið, munnleg skýrsla dómsmálaráðherra

Þriðjudaginn 28. nóvember 1995, kl. 14:54:29 (1351)

1995-11-28 14:54:29# 120. lþ. 42.7 fundur 104#B Schengen-samkomulagið, munnleg skýrsla dómsmálaráðherra# (munnl. skýrsla), VS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur


[14:54]

Valgerður Sverrisdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er áhugamál mitt að Norðurlöndin verði ekki aðskilin hvað þetta snertir. Það er fyrst og fremst það sem ég vildi koma á framfæri. Mér fannst hv. þm. ekki koma því mjög vel á framfæri í sinni ræðu áðan hvað hann sér aðallega gegn því að Ísland taki þátt í þessu samstarfi annað en það að allt sem snýr að Evrópu er honum frekar andsnúið.