Verndun jarðhitasvæðisins við Geysi í Haukadal

Þriðjudaginn 28. nóvember 1995, kl. 19:26:57 (1407)

1995-11-28 19:26:57# 120. lþ. 42.16 fundur 179. mál: #A verndun jarðhitasvæðisins við Geysi í Haukadal# þál., KPál
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur


[19:26]

Kristján Pálsson:

Herra forseti. Ég vildi bara segja fáein orð. Ég þakka flutningsmönnum fyrir að koma með tillöguna. Mér finnst hún mjög tímabær og eiginlega merkilegt að ekki skuli ekki vera búið að gera þær rannsóknir á þessari náttúruperlu Íslendinga löngu fyrr. Öll umgengni og öll umsýsla í kringum þetta svæði hefur verið mjög tilviljanakennd og alveg ótrúlegt að ferðamannasvæði sem eru talin vera einhver þau merkilegustu sem til eru á landinu skuli ekki hafa fengið faglega meðferð. Þess vegna þakka ég flutningsmönnum fyrir þetta og vona að að málinu verði unnið hratt og vel.