Endurskoðun slysabóta sjómanna

Mánudaginn 04. desember 1995, kl. 15:05:48 (1547)

1995-12-04 15:05:48# 120. lþ. 50.1 fundur 113#B endurskoðun slysabóta sjómanna# (óundirbúin fsp.), samgrh.
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur


[15:05]

Samgönguráðherra (Halldór Blöndal):

Herra forseti. Ég veit ekki betur en sú nefnd sem hefur um þessi mál að segja og er að athuga þessi mál vinni vel að verkefninu. Í samgrn. er hafin vinna að því að athuga sérstaklega í samvinnu við Slysavarnafélag Íslands og aðra sem vinna að björgunarstörfum og slysavarnastörfum, hin frjálsu félög sem vinna að slíku, hvernig staðið skuli að leit á sjó og landi, reyna að samræma reglur. Jafnframt er verið að fara yfir þau ákvæði sem lúta að slysatryggingum og milliríkjasamningum sem lúta að því hvernig hægt sé að auka öryggi á hafinu.

Þessi mál öll í heild sinni eru í endurskoðun nú og samvinna er hafin milli ráðuneytisins og aðila utan ráðuneytisins um það hvernig best sé að standa að málum. Mér er kært að nota þetta tilefni, fyrirspurn hv. þm., til þess að ýta á eftir þessu máli og reyna að tryggja það að niðurstaða geti legið fyrir strax í upphafi næsta árs, í janúar eða febrúarmánuði.