Áhrif búvöruverðs á almenna verðlagsþróun og forsendur kjarasamninga

Mánudaginn 04. desember 1995, kl. 15:16:07 (1553)

1995-12-04 15:16:07# 120. lþ. 50.1 fundur 114#B áhrif búvöruverðs á almenna verðlagsþróun og forsendur kjarasamninga# (óundirbúin fsp.), landbrh.
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur


[15:16]

Landbúnaðarráðherra (Guðmundur Bjarnason):

Hæstv. forseti. Það þarf ekki miklu við að bæta. Aðeins undirstrika það að að sjálfsögðu eru stjórnvöld viljug til þess að leita allra leiða til þess að verðlagsforsendur haldist. Ég held að ég hafi, og það megi fletta því upp, í einhverjum fjölmiðli lýst því yfir fyrir nokkru síðan --- og það var fyrir yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar --- þegar í fjölmiðlum var mikið rætt um verð á eggjum og eitthvað fleira að að sjálfsögðu væri landbrh. tilbúinn til að taka þátt í umræðum um það að gera það sem í hans valdi stæði til þess að halda niðri verðlagi, en það yrði auðvitað að fara í lögum og að samningum og að þeir sem um það þyrftu að fjalla væru m.a. fulltrúar framleiðenda eða þeir hagsmunaaðilar. Það eru fleiri sem koma að málinu heldur en bara ASÍ eða VSÍ. Það eru ásamt stjórnvöldum þeir aðilar sem landbrn. er að vinna fyrir, þ.e. framleiðendurnir.