Framleiðsla og sala á búvörum

Mánudaginn 04. desember 1995, kl. 16:46:20 (1581)

1995-12-04 16:46:20# 120. lþ. 51.5 fundur 96. mál: #A framleiðsla og sala á búvörum# (sauðfjárframleiðsla) frv., Forseti GÁS
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur


[16:46]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Forseti vill koma á framfæri leiðréttingu við þskj. 254 sem eru breytingartillögur við frv. til laga um breytingu á lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, nr. 99 frá 8. september 1993, með síðari breytingum. Í þskj. sem er brtt. meiri hluta landbn. hefur slæðst villa, a-liður 2. tölul. á að hefjast þannig: ,,1. mgr. 19. gr. laganna`` o.s.frv. Orðin ,,1. mgr.`` hafa fallið brott og er það hér með leiðrétt. Þingskjalið verður prentað aftur en forseti vill koma þessu á framfæri hér og nú.

Í öðru lagi vill forseti geta þess að samkomulag hefur orðið um að eftir lok 2. umr. fari fram atkvæðagreiðsla kl. 13.30 á morgun. Þá í kjöfarið er miðað við að settur verði nýr fundur og dagskrármálið tekið til 3. umr. og henni lokið á morgun í samræmi við nefnt samkomulag.