Skýrsla um útbreiðslu fíkniefna og þróun ofbeldis

Föstudaginn 08. desember 1995, kl. 10:50:12 (1729)

1995-12-08 10:50:12# 120. lþ. 58.91 fundur 130#B skýrsla um útbreiðslu fíkniefna og þróun ofbeldis# (aths. um störf þingsins), ÓÖH
[prenta uppsett í dálka] 58. fundur


[10:50]

Ólafur Örn Haraldsson:

Virðulegi forseti. Framsóknarmenn hafa að sjálfsögðu áhyggjur af málum sem snerta fíkniefni og hafa látið það til sín taka með því að leggja fram á þessu virðulega þingi þáltill. sem gengur út á að Alþingi álykti að fela dómsmálaráðherra að leggja fram á þessu þingi frumvörp að samræmdri löggjöf um ávana- og fíkniefni sem byggð verði á tillögum samstarfsnefndar ráðuneytanna frá því í mars 1995.

Ég tel að með þessum tillöguflutningi og þeim viðbrögðum sem ég vænti að komi frá hæstv. dómsmrh. í þessu efni séu þessi mál komin í þann farveg sem getur skilað þeim nokkuð áleiðis með venjulegum starfsháttum þingsins.