Skýrsla um útbreiðslu fíkniefna og þróun ofbeldis

Föstudaginn 08. desember 1995, kl. 10:51:15 (1730)

1995-12-08 10:51:15# 120. lþ. 58.91 fundur 130#B skýrsla um útbreiðslu fíkniefna og þróun ofbeldis# (aths. um störf þingsins), félmrh.
[prenta uppsett í dálka] 58. fundur


[10:51]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson):

Herra forseti. Hér kom fram beiðni um mjög viðamikla skýrsu um vandamál sem sannarlega er ákaflega alvarlegt og ég held að þingheimur allur sé meðvitaður um að hér sé um mjög alvarlegt vandamál að ræða. Skýrslugerðin er greinilega tímafrek og e.t.v. hafa þingmenn ekki allir gert sér grein fyrir því hversu mikið verk var verið að fara fram á að unnið yrði á vegum hæstv. forsrh.

Mér finnst aðalatriðið að snúast með raunhæfum hætti við vandanum. Það er ekki meginatriði að gera skýrslu um vandann. Meginatriðið er að koma sér niður á einhver viðbrögð við vandanum og þess vegna legg ég til, herra forseti, að komið verði á fót samstarfshópi þingflokka til að setjast yfir málið og ákveða næstu skref. Ég tel að þetta sé mál þess eðlis að það kalli á --- ekki deilur í þingsalnum, ekki ásakanir á einn eða neinn heldur samstarf allra stjórnmálaflokka til þess að reyna að sporna við þessum mikla vanda. Ég legg til að herra forseti beiti sér fyrir fundi um málið með þátttöku allra þingflokka og þar reyni menn að átta sig á því hvort þetta gæti ekki verið leið í málinu.