Háskóli Íslands

Miðvikudaginn 13. desember 1995, kl. 16:24:07 (1889)

1995-12-13 16:24:07# 120. lþ. 64.8 fundur 217. mál: #A háskóli Íslands# (skrásetningargjald) frv., 218. mál: #A háskólinn á Akureyri# (skrásetningargjald) frv., ÁRJ
[prenta uppsett í dálka] 64. fundur


[16:24]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Mig langar til að koma með smáathugasemd inn í þessa umræðu. Það varðar upphæð skrásetningargjalda hjá Háskóla Íslands og þá aðferð sem beitt er við innheimtuna. Nú hefur því verið þannig varið að nemendur sem koma til náms eftir áramót og stunda nám aðeins í hálft ár hafa verið krafðir um þessar 24.000 kr. Ég veit að hjá efnaminni námsmönnum hafa þetta verið þó nokkuð mikil útgjöld. Það er algengt t.d. eftir stúdentspróf að námsmenn vinna e.t.v. fyrri hluta vetrar og koma síðan til náms. Ég vil því spyrja hæstv. menntmrh., hvort ekki komi til greina að setja inn í þetta frv. að menn greiði einungis hálft innritunargjald ef menn koma til náms seinni hluta vetrar eða stunda aðeins nám hálfan veturinn.