Tekjuskattur og eignarskattur

Föstudaginn 15. desember 1995, kl. 18:15:52 (2038)

1995-12-15 18:15:52# 120. lþ. 66.8 fundur 147. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (fjárhæðir, sérstakur tekjuskattur, frádráttur lífeyrisþega o.fl.) frv., SvG (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur


[18:15]

Svavar Gestsson (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Mér er kunnugt um það að hv. efh.- og viðskn. á að byrja á fundi kl. 8 í kvöld. Þeir menn sem aðallega eru í fyrirsvari fyrir nefndina eða mál hér núna eru úr efh.- og viðskn. og eru búnir að vera að verkum í allan dag. Ég mælist til þess miðað við það sem talað var um áður að menn haldi sig við samkomulagsmál en séu ekki að reyna að þrýsta í gegn erfiðum deilumálum. Það eru einhver samkomulagsmál eftir á dagskránni og á að vera hægt að ljúka þeim. Síðan vil ég í alvöru mælast til þess að þessum mönnum verði gefinn kostur á því að rétta úr sér á milli kl. 7 og 8 eða svo. Það er ekki til of mikils mælst, er það, forseti?