Tekjuskattur og eignarskattur

Þriðjudaginn 19. desember 1995, kl. 23:09:07 (2179)

1995-12-19 23:09:07# 120. lþ. 72.1 fundur 147. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (fjárhæðir, sérstakur tekjuskattur, frádráttur lífeyrisþega o.fl.) frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 72. fundur


[23:09]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þegar við erum að tala um aldraða, hv. þm., þá er það ekki einlitur hópur. Það er bæði fólk sem hefur mjög lítið til framfærslu og líka fólk sem hefur verulegar tekjur, ekki einlitur hópur. Varðandi fjármagnstekjutenginguna vil ég segja að mér finnst hún alls ekki óeðlileg og ekki ósanngjörn í þessu sambandi, vegna þess að tekið er af þeim sem hafa verulegar tekjur af fjármagni. Er það óeðlilegt? Það finnst mér ekki.