Lögskráning sjómanna

Miðvikudaginn 20. desember 1995, kl. 10:28:26 (2195)

1995-12-20 10:28:26# 120. lþ. 73.4 fundur 253. mál: #A lögskráning sjómanna# (öryggisfræðsla) frv., Frsm. MS
[prenta uppsett í dálka] 73. fundur


[10:28]

Magnús Stefánsson:

Virðulegur forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti samgn. um frv. til laga um breytingu á lögum um lögskráningu sjómanna, nr. 43/1987, sbr. lög nr. 16/1944.

Nefndin hefur fjallað um málið og fékk á sinn fund Ragnhildi Hjaltadóttur, skrifstofustjóra í samgrn. Í frv. er lagt til að aðlögunartími fyrir skipstjórnarmenn til að ljúka öryggisfræðslunámi verði framlengdur um eitt ár eða til 31. des. 1996 þannig að hann verði sá sami og fyrir aðra skipverja.

Í gildandi lögum er áskilið að skipstjórnarmenn skuli hafa lokið öryggisfræðslunámi fyrir 31. des. 1995 en aðrir skipverjar 31. des. 1996. Þannig háttar til að ekki hefur tekist að uppfylla þetta lagaákvæði þannig að sýnt þykir að fresta þurfi gildistímanum og frv. fjallar einmitt um það.

Nefndin mælir með því að frv. verði samþykkt óbreytt. Hv. þm. Árni Johnsen og Petrína Baldursdóttir voru fjarverandi afgreiðslu málsins en undir nefndarálit samgn. skrifa hv. þm. Einar K. Guðfinnsson, formaður, Magnús Stefánsson, Kristján Pálsson, Egill Jónsson, Stefán Guðmundsson, Ragnar Arnalds og Ásta R. Jóhannesdóttir.