Ráðstafanir í ríkisfjármálum

Fimmtudaginn 21. desember 1995, kl. 10:30:53 (2282)

1995-12-21 10:30:53# 120. lþ. 74.4 fundur 225. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum# (breyting ýmissa laga) frv., KÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 74. fundur


[10:30]

Kristín Ástgeirsdóttir:

Hæstv. forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um breytingar á þjóðminjalögum. Þessi grein felur í sér að ríkið skyldar sveitarfélögin áfram til að leggja sitt fram. Þó ætlar ríkið að haga sér eins og því sýnist. Það ætlar ekki að standa við sitt, eins og því ber samkvæmt núgildandi lögum. Þetta er að mínum dómi óviðunandi framkoma við sveitarfélögin og þýðir því miður að framlög til húsafriðunar verða áfram skorin niður, miðað við núgildandi lög. Ég er á móti þessari framkvæmd. Ég tel að það sé þörf á að styðja húsafriðun, hún er atvinnuskapandi og stuðlar að varðveislu menningarverðmæta, því greiði ég atkvæði gegn þessari tillögu.